Eftir nokkuð góðan dag í gær á flestum vestur evrópskum mörkuðum með hækkunum á mörgum vísitölum, þá varð raunin önnur í dag, segir greiningardeild Kaupþings banka.

"Lækkuðu allir markaðir sem greiningardeildin lítur á til samanburðar við íslenskan markað. Af norrænu mörkuðunum er það að segja að Finnska HEX vísitalan lækkaði um 2,4% , norska OMX vísitalan um 1,8%, danska KFX vísitalan um 1,5% og sænska OBX um 1,3%," segir greiningardeildin.

Þrátt fyrir að það sé orðin aukin fylgni á milli íslenska markaðarins hækkaði úrvalsvísitalan um 1,6%.