Lækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag, en Standard & Poor´s vísitalan sveiflaðist milli hækkunar og lækkunar a.m.k. 28 sinnum yfir daginn, samkvæmt frétt Bloomberg. Lækkun væntingavísitölu vestanhafs og ástand húsnæðismarkaðar vóg í lok dags þyngra en ráð Warren Buffetts til Bandaríkjamanna um að kaupa hlutabréf.

Bréf Caterpillar, stærsta gröfuframleiðanda í heimi, lækkuðu um meira en 7% í dag.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,4% í dag. Dow Jones lækkaði um 1,4% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,6%.

Olíuverð hækkaði í dag, um 3,1% og kostar tunnan nú 72 Bandaríkjadali.