Gengi hlutabréfa Atorku hefur lækkað um 12,9% það sem af er degi og á hádegi nam lækkunin 13.38%. Karl Kári Másson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir lækkunina skýrast af arðgreiðslu félagins til hluthafa.

Karl Kári segir lækkunina á hádegi rétt tæplega nema aðrgreiðslunni, en á þriðjudaginn samþykkti stjórn Atorku að greiða 110% arð af nafnverði hluta, þannig að 50% verða greidd í formi reiðufjár, en 60% í formi hlutabréfa, sem greiðast af eigin bréfum félagsins.

Arðgreiðslur miðast við hlutahafaskrá félagsins í dagslok 6. mars 2007. Arðleysisdagur er því 7. mars 2007. Greiðsla arðs og afhending hlutabréfa mun eiga sér stað 29. mars 2007, segirí tilkynningu til Kauphallar Íslands.