Hlutabréf í Bandaríkjunum féllu í dag í fyrsta sinn í þrjá daga. Talið er að helsta orsökin sé sú staðreynd að Ben Bernanke seðlabankastjóri viðurkenndi að bandaríska hagkerfið væri mögulega að ganga inn í samdráttarskeið. Bloomberg segir frá þessu í dag.

Standard & Poor's 500-vísitalan lækkaði um 0,2%, en sveiflaðist gríðarlega mikið í dag. Ein 16 skipti sveiflaðist vísitalan á milli þess að vera græn eða rauð. Að endingu vógu lækkanir á iðnaðar- og tæknifyrirtækjum þyngra en hækkun hrávöru- og orkuframleiðanda.

Dow Jones lækkaði um 0,4% og Nasdaq lækkaði lítllega um 0,1%.

Olíuverð hækkaði um 3.57% og kostaði olíutunnan 103.75 dollara við lokun markaða vestanhafs.