Viðskipti í kauphöllum beggja vegna Atlantshafsins voru styttri og rólegri en venjulega vegna jólanna. Markaðir lækkuðu almennt í Evrópu en hækkuðu í Bandaríkjunum.

Hækkunin í Bandaríkjunum nam 0,4% mælt með S&P 500 hlutabréfavísitölunni. Olía hélt áfram að lækka í verði og fór niður í 37,65 dali tunnan, samkvæmt upplýsingum frá WSJ.

Lækkunin í Evrópu nam um 0,5%, samkvæmt Euronext 100 vísitölunni. Lyfjafyrirtæki féllu einna mest í verði segir í frétt FT. Ástæðan er sögð vera hagnaðartaka vegna þess að bréf lyfjafyrirtækja hafi staðið sig einna best þetta árið.