Verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum heldur áfram að lækka, þriðja daginn í röð, og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst. Lækkunin er rakin til minnkandi tiltrúar á markaðinum í kjölfar lækkunar á bréfum í námu- og orkufyrirtækjum.

Lækkunin í Bandaríkjunum kemur í beinu framhaldi af mikilli lækkun hlutabréfa í Evrópu og Asíu.