Bankar og fjármálafyrirtæki leiddu lækkun hlutabréfa í gær, en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,6% og endaði í 7.701 stigi við lok viðskipta. Hæst komst hún í 9.016 stig á árinu þann 18. júlí og hefur því lækkað um 15% síðan. Þetta er í takti við þróun á erlendum mörkuðum, en fréttir af afskriftum og óvissu sem tengist flóknum fjármálagjörningum í tengslum við bandarísk undirmálslán hafa dunið yfir þá síðustu daga og vikur.

Sjá frétt á forsíðu Viðskiptablaðsins.