Starfsmenn HBOS bankans hafa fengið sent bréf þess efnis að lítilla breytinga sé að vænta hjá þeim á næstunni, en Lloyds TSB mun taka yfir starfsemi bankans í næstu viku.

Breska ríkið mun eiga 44% í sameinuðu fyrirtæki.

Í Bretlandi hefur mikið verið rætt um uppsagnir vegna samrunans, en engar tölur þó verið gefnar upp. Sameinaður banki er með 140.000 starfsmenn og 3.000 útibú í Bretlandi, sem gerir hann að stærsta banka landsins.

Ríkið hefur nú þegar dælt 17 milljörðum punda í bankana tvo, og skattgreiðendur hafa nú rétt á að skipa tvo aðila í stjórn bankans, sem mun bera nafnið Lloyds Banking Group. Sameinaður banki hefur formlega störf í næstu viku.