Skemmtistaðurinn Loftið hefur breytt nafni sínu í Jacobsen Loftið.

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti niðurstöðu Neytendastofu í október sl. um að barinn mætti ekki nota nafnið „Loftið“ vegna ruglingshættu við farfuglaheimilið „Loft“. Neytendastofa taldi að vegna líkinda á orðmerkjum staðanna, nálægrar staðsetningar staðanna (Bankastræti og Austurstræti) og líkindi þjónustunnar þá væri töluverð ruglingshætta til staðar.

Neytendastofa lagði dagsektir sem nema 50 þúsund krónum á dag á rekstrarfélag skemmtistaðarins á mánudaginn. Skemmtistaðurinn hefur nú orðið við ákvörðun Neytendastofu og breytt nafni staðarins í Jacobsen Loftið.