Hlutabréf á Wall Street hækkuðu mikið í dag en verulega dróg úr hækkunum þegar líða dró að lokun markaða. Frétt Financial Times um að ósamstaða sé meðal evruríkjanna um skilyrði 109 milljarða evra lánapakka (lánapakki II) til Grikklands hleypti loftinu úr miklum hækkunum í kauphöllinni í New York.

Samkvæmt frétt FT vilja 7 af 17 aðildarríkjum evrusvæðisins að fjárfestar taki á sig stærri afskrift á eign sinni í grískum ríkisskuldabréfum. Áður hafði verið reiknað með um 20% afskrift. FT hafði þetta eftir embættismanni innan Evrópusambandsins.

Dow Jones hækkaði um 1,33%, en hafði hækkað um 2,5% fyrir frétt FT. S&P500 hækkaði um 1,07% og Nasdaq hækkaði um 1,2%.

Wall Street í New York.
Wall Street í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)