Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair, hagnaðist um rúmlega 5,4 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, eða 654 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Hagnaðurinn dróst saman úr tæplega 8 milljónum Bandaríkjadala árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Eigið fé félagsins nam 15,9 milljónum Bandaríkjadala við lok ársins, eða tæplega tveimur milljörðum króna. Þar af var hlutafé upp á 56 þúsund dali.

Stjórn félagsins lagði til arðgreiðslur upp á níu milljónir dollara, en í fyrra voru greiddar út fimm milljónir dollara. Eigið fé jókst um 440 þúsund dollara milli ára. Laun Guðna Hreinssonar framkvæmdastjóra námu 235 þúsund dollurum eða rúmum 28 milljónum króna miðað við núverandi gengi.