Alþingi samþykkti í dag lög um embætti sérstaks saksóknara. Hlutverk hans verður að annast rannsókn á grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við fjárþrot fjármálafyrirtækja og eftir atvikum að fylgja henni eftir með útgáfu ákæru og saksókn.

Dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi og mælti fyrir því.

Í skýringum frumvarpsins kemur fram að markmiðið þess sé að efla traust almennings á fjármálakerfinu.