Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ekki enn tekið afstöðu til kröfu skiptastjóra þrotabús GH1, áður Capacent, Guðrúnar Helgu Brynleifsdóttur hrl., þess efnis að lögbann verði sett á vörumerkið Capacent.

Er þess krafist á grundvelli þess að ólöglega hafi verið staðið að færslum og sölu á eignum Capacent yfir á nýja kennitölu í kjölfar þess að Íslandsbanki gjaldfelldi lán vegna 1,5 milljarða skulda félagsins.  Félagið var síðan gefið upp til skipta. Skuldirnar má rekja að hluta til kaupa ráðgjafafyrirtæki á Norðurlöndunum.