Hlutafé félagsins Grósku ehf. var nýlega aukið um 737 milljónir króna, úr 1.350 milljónum króna í 2.087 milljónir króna. Umrætt félag er eigandi Grósku hugmyndahúss, sem nýlega var reist í Vatnsmýrinni og inniheldur m.a. höfuðstöðvar tölvuleikjaframleiðandans CCP.

Gróska ehf. er nær alfarið í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans hjá fjárfestingarfélaginu Novator, þeirra Birgis Más Ragnarssonar og Andra Sveinssonar.

Fasteignamat Grósku er 4,4 milljarðar og brunabótamat 6,6 milljarðar króna, en húsið er alls um 18.500 fermetrar.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .