Embætti sérstaks saksóknara er ekki að rannsaka mein brot Jóns Snorra Snorrasonar, lektors við Háskóla Íslands, og tengsl hans við gjaldþrot Sigurplats. Hann hefur heldur ekki verið kallaður til skýrslutöku vegna málsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ingjalds Hannibalssonar, forseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. DV hefur fjallað ítarlega um gjaldþrot Sigurplasts. Jón Snorri var einn eigenda fyrirtækisins og stjórnarformaður þess.

Í yfirlýsingunni segir að ásakanir DV á hendur Jóni Snorra séu rangar, þar á meðal að hann sæti lögreglurannsókn.

Fram kemur í yfirlýsingunni að 5. mars sl. hafi ritstjórn DV verið dæmd fyrir ærumeiðingar í garð Jóns Snorra vegna þessara röngu fullyrðinga.