Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Anchorage Capital Group hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail af ALMC, áður Straumi-Burðarás. Salan átti sér stað í lok maí. Mbl.is greinir frá þessu.

Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir í samtali við mbl.is að kaup bandaríska sjóðsins skapa ýmis tækifæri fyrir LS Retail. Auðveldara verði að fá aukið fjármagn ef ráðist verður í stækkun á fyrirtækinu. Að öðru leyti er stefna fyrirtækisins óbreytt og öll starfsemi þess verður áfram hér á landi.

Starfsmenn LS Retail á Íslandi eru um 100 talsins. Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarlausnir fyrir þjónustufyrirtæki, svo sem hótel og veitingastaði.