*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 18. júlí 2015 19:48

LS Retail selt til Bandaríkjanna

Hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur verið selt til bandaríska fjárfestingasjóðsins Anchorage Capital Group.

Ritstjórn
Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail.
Haraldur Guðjónsson

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Anchorage Capital Group hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail af ALMC, áður Straumi-Burðarás. Salan átti sér stað í lok maí. Mbl.is greinir frá þessu.

Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail, segir í samtali við mbl.is að kaup bandaríska sjóðsins skapa ýmis tækifæri fyrir LS Retail. Auðveldara verði að fá aukið fjármagn ef ráðist verður í stækkun á fyrirtækinu. Að öðru leyti er stefna fyrirtækisins óbreytt og öll starfsemi þess verður áfram hér á landi.

Starfsmenn LS Retail á Íslandi eru um 100 talsins. Fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarlausnir fyrir þjónustufyrirtæki, svo sem hótel og veitingastaði.

Stikkorð: LS Retail