Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins keypti í dag tæpa 5,5 milljónir hluta í N1 og er eignarhlutur sjóðsins, beinn eða óbeinn, kominn í 10,29% af útgefnu hlutafé í félaginu.

Lokagengi bréfa N1 í dag var 59 krónur á hlut og miðað við það greiddi lífeyrissjóðurinn tæpar 323 milljónir króna fyrir hlutinn.

Í flöggunartilkynningu til kauphallarinnar kemur fram að A-deild LSR á 7,20% hlutafjár í N1, B-deildin á 2,62%, séreignarsjóður LSR á 0,14% og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga á 0,33%.