*

miðvikudagur, 23. september 2020
Fólk 28. nóvember 2019 09:28

Lúðvík tekur við forstöðumennsku í SÍ

Lúðvík Elíasson er nýr forstöðumaður á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum.

Ritstjórn
Lúðvík Elíasson hefur starfað hjá Seðlabankanum frá 2012 og þar áður milli 2001 og 2005.
Haraldur Guðjónsson

Lúðvík Elíasson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns rannsókna og spáa á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands.

Lúðvík er með doktorspróf í hagfræði frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum frá árinu 2001 en hann lauk mastersnámi við sama skóla árið 1997 og grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1994.

Lúðvík hefur starfað á hagfræði- og peningastefnusviði bankans frá mars 2018. Þar áður var hann hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði bankans tímabilið 2012-2018.

Hann starfaði einnig á hagfræði- og peningastefnusviði bankans tímabilið 2001-2005 og hefur einnig starfað í fjármálakerfinu, í fjármálaráðuneytinu og í háskólasamfélaginu.