Hvorki Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, né Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Exista, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur við þingfestingu ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur þeim. Lýður er ákærður vegna umboðssvika og Sigurður vegna brota á hlutafélagalögum snemma árs 2009 þegar þeir sátu í stjórn tryggingafélagsins VÍS. Exista átti VÍS á þessum tíma.

Málið snýst um 50 milljóna króna lán frá VÍS til Sigurðar og félagsins Korks, sem er í eigu bræðranna Lýðs og bróður hans Ágústar, forstjóra Bakkavarar, auk kaupa VÍS á 40% hlut í félaginu Reykjanesbyggð af svila Sigurðar. Kaupverðið nam 150 milljónum króna.

Fram kom við þingfestingu málsins í héraðsdómi í morgun að Lýður er ekki staddur á landinu en búist sé við honum í enda nóvember.

Þá greindu saksóknari og verjendur þeirra Lýðs og Sigurðar um gögn sem lögð eru fram í málinu.

Fjórir voru handteknir þegar VÍS málið var á rannsóknarstigi. Lýður var á meðal þeirra en ekki Sigurður.