Rússneska íþróttamálaráðuneytið stýrði víðtæku lyfjamisferli rússneskra íþróttamanna á vetrarólympíuleikunum í Sochi árið 2014. Þetta er niðurstaða skýrslu á vegum alþjóðastofnunar gegn lyfjamisferli í íþróttum.

Gert í samstarfi við leyniþjónustuna

„Íþróttamálaráðuneytið stýrði misferli þar sem gögnum var breytt eða sýnum skipt út, í fullu samstarfi við FSB, CSB og rannsóknarstofur í Moskvu og Sochi,“ segir kanadíski lögfræðingurinn Richard McLaren í skýrslu sinni.

FSB er leyniþjónusta Rússlands og arftaki KGB, og CSP sér um þjálfun rússneskra íþróttamanna. Sagði McLaran að „Sannanirnar eru allar véfengilegar og er hægt að staðfesta með fjölda heimilda.“

Koma þessar fréttir nú rétt þremur vikum áður en Olympíuleikarnir hefjast í Rio de Janeiro, en núþegar hafa íþróttamenn frá Rússlandi í mörgum frjálsum íþróttagreinum verið útilokaðir frá keppni. Fjöldi íþróttamanna þaðan hafa þó sótt um leyfi til að keppa undir hlutlausum olympíufána.