MacKenzie Scott, fimmta ríkasta kona heims samkvæmt auðmannalista Forbes, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Dan Jewett. Auðæfi Scott eru metin á 35 milljarða dala, eða yfir 5 þúsund milljarða króna, samkvæmt Forbes, sem má einkum rekja til skilnaðar hennar við Jeff Bezos, stofnanda Amazon, árið 2019.

Scott og Jewett, sem starfar sem raungreinakennari, giftu sig í fyrra. Hún tilkynnti um hjónabandið á heimasíðu samtakanna The Giving Plege, hreyfingu hóps af ríkasta fólki Bandaríkjanna sem hafa skuldbundið sig til að gefa frá sér meirihluta auðæfi sinna til góðagerðarmála. Nafn Dan Jewett hefur verið fjarlægt úr færslum hennar á heimsíðunni.

Scott, sem situr í þrítugasta sæti auðmannalista Forbes, tók við 4% hlut í Amazon eftir skilnaðinn við Bezos árið 2019. Frá þeim tíma hefur hún gefið meira en 12 milljarða dala til góðgerðarmála.