*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Fólk 7. september 2021 08:32

Magnús Björn til Dineout

Magnús Björn Sigurðsson mun leiða hugbúnaðarþróun Dineout og verður hluti af eigendateymi félagsins.

Ritstjórn
Magnús Björn Sigurðsson, rekstrarverkfræðingur og tölvunarfræðingur.

Magnús Björn Sigurðsson, rekstrarverkfræðingur og tölvunarfræðingur, hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Dineout og verður hluti af eigendateymi félagsins.

Magnús Björn hefur undanfarin ár starfað hjá TripAdvisor Íslandi, áður Bókun ehf. Hann mun koma til með að leiða hugbúnaðarþróun Dineout ásamt Viktori Blöndal Pálssyni.

Sjá einnig: Fjárfesting í Dineout stökkpallur fyrir útrás

Dineout heldur úti samnefndri vefsíðu og smáforriti þar sem hægt er að pantað borð, mat og veisluþjónustu á mörgum af helstu veitingastöðum landsins. Dineout er einnig með starfsemi á Spáni. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tix fjárfesti nýlega í Dineout og mun styðja við vöxt félagsins í fleiri löndum.