*

sunnudagur, 18. apríl 2021
Innlent 24. febrúar 2021 13:46

Magnús kaupir í Símanum

Hlutur Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdarstjóra sölu hjá Símanum, í fyrirtækinu nemur 54 milljónum króna eftir viðskiptin.

Ritstjórn
Magnús Ragnarsson
Haraldur Guðjónsson

Magnús Ragnarsson, framkvæmdarstjóri sölu hjá Símanum, keypti í morgun hlutabréf í fjarskiptafélaginu fyrir rúmar 27 milljónir króna, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Magnús keypti samtals 2.754.261 hluti á genginu 9,87 í gegnum félagið Atburður ehf. Hann á nú samtals 5.508.522 hluti beint og óbeint í Símanum eftir viðskiptin. Andvirði eignarhlut hans nemur 54,4 milljónum króna miðað við núverandi gengi Símans.  

Magnús hóf störf hjá Símanum í apríl 2014 sem framkvæmdastjóri miðla og markaða og tók við allri sölu félagsins árið 2017.