*

föstudagur, 14. maí 2021
Innlent 4. maí 2021 14:00

Magnús selur fyrir 48,5 milljónir í Festi

Félagið Betelgás ehf., í eigu Magnúsar Júlíussonar, seldi í dag hlutabréf fyrir 48,5 milljónir í Festi hf.

Ritstjórn
Magnús Júlíusson, deildarstjóri orkusviðs N1
Eyþór Árnason

Magnús Júlíusson, deildarstjóri orkusviðs N1, seldi í dag hlutabréf fyrir 48,5 milljónir í Festi hf. í gegnum félag sitt Betelgás. Festi hf. er móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og Festi Fasteigna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. 

Félagið seldi 250.000 hluti fyrir 194 krónur á hlut. Eftir viðskiptin eiga fjárhagslegra tengdir aðilar Magnúsi 685.861 hluti að verðmæti 133 milljónum króna miðað við hlutabréfagengi Festi.

Magnús var áður framkvæmdarstjóri Íslenskrar orkumiðlunar og hefur áður starfað sem sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku Náttúrunnar.