Hagnaður Gunnars Majones á árinu 2010 nam rúmlega 15 milljónum króna samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins samborið við 32 milljóna króna tap árið áður.

Gunnars Majones er þekktast fyrir framleiðslu á samnefndri vöru en einnig framleiðir fyrirtækið krydd, bragðefni og sósur.

Í lok ársins 2010 námu eignir Gunnars Majones 112 milljónum króna. Eigið fé var neikvætt í árslok um tæplega 63 milljónir króna.

Í lok ársins voru eigendur Gunnars Majones þeir sömu og í upphafi árs, en þeir eru Sigríður Regína Waage með 32% hlut, Helen Gunnarsdóttir Jónsson með 27,5% hlut og Nancy Ragnheiður Jónsson með 40,5% hlut.