Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Jivaro setti nýlega á markað hugbúnað sem hefur á stuttum tíma náð miklum vinsældum. Framkvæmdastjóri félagsins, Kurt Van Meter, tók við starfinu í ágúst 2014 en hugbúnaðurinn er búinn að vera í þróun í tvö til þrjú ár.

Hugbúnaður Jivaro er ætlaður til að aðstoða þá sem spila póker á netinu að greina leik notandans og mótspilaranna. Hugbúnaðurinn safnar saman tölfræði um alla spilara og heldur meðal annars utan um hversu oft spilarinn og mótspilarar hafa lagt pening í pottinn.

Hugbúnaðurinn greinir einnig hvort mótspilarinn veðjar á hverja einustu hendi eða bara í einu prósenti tilvika. Með slíkum upplýsingum geta spilarar tekið upplýstari ákvörðun sem ætti að skila betri árangri á pókerborðinu. „Það væri alveg hægt að fá allar sömu upplýsingar með að skrifa niður allt sem fólkið gerir,“ segir Kurt.

Á stuttum tíma er íslenska félagið Jivaro komið með þúsundir pókerspilara sem nota hugbúnað fyrirtækisins á hverjum degi, en heildarfjöldi notenda hleypur á tugum þúsunda.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .