Kærumáli á hendur Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið vísað til Hæstaréttar landsins, en samkvæmt brasilískum lögum verður að flytja mál á hendur svo háttsettum ráðamönnum fyrir Hæstarétti.

Talmaður réttarins segir að da Silva sæti rannsókn í sambandi við umfangsmikið spillingarmál er varðar ríkisrekna olíufélagið Petróleo Brasileiro SA, en því er gefið að sök að hafa stundað peningaþvætti. Fyrirtækið hefur neitað sök.

Da Silva var færður til yfireyslu fyrr í þessum mánuði, en hann hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu og segir að um sé að ræða ófræingarherferð á hendur honum.

Það sem vekur enn fremur athygli er að forsetinn fyrirverandi var í síðustu viku skipaður yfirmaður mannauðs hjá núverandi forseta landsins Dilma Rouseff. Í kjölfarið var sett lögbann á störf hans og ráðningunni frestað.