Deilt verður um fyrir dómstólum í Bandaríkjunum hvort að litur geti verið vörumerki en skóframleiðandinn Christian Louboutin heldur því fram. Allir sólar á skóm framleiðandans eru rauðir og vildi fyrirtækið stöðva framleiðslu Yves Saint Laurent á rauðum skóm með rauðum sólum þar sem þeir brjóta gegn einkaleyfi Christian Louboutin á rauðum sólum að mati fyrirtækisins.

Nú hefur málið verið tekið fyrir aftur í kjölfar málsóknar en lögin vernda ekki hönnunarverk fatahönnuða en ná yfir einkenni vörumerkja.

Louboutin heldur því fram að mikil fjárfesting liggi að baki rauða sólanum sem vörumerkis og að hlutverk laganna sé að vernda þá fjárfestingu.

Einokun á lit er hæpin en fyrirtækið heldur því fram að liturinn sjálfur sé vörumerki og samkvæmt New York Times gæti verið að Louboutin myndi vinna málið á þeim forsendum að þeir einir megi nota ákveðin rauðan lit sem kenndur er við Kína en öðrum skóframleiðendum sé heimilt að nota alla aðra rauða.