Allar líkur eru á því að slitastjórn Glitnis muni höfða mál gegn ríkinu þegar bankaskattur verður lagður á þrotabú bankans í haust.

Í samtali við Viðskiptablaðið sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, að ekki væri tímabært að höfða mál eða aðhafast neitt fyrr en skatturinn verður lagður á í haust. Þó komi ekki annað til greina en að höfða mál gegn ríkinu ef fram fer sem horfir.

„Náist ekki samkomulag þá er ekki um annað að ræða en að láta reyna á réttmæti skattsins,“ sagði Steinunn.