Breska knattspyrnufélagið Manchester United (Man.Utd.) tapaði á síðasta fjárhagsári 79,6 milljónum Sterlingspunda. Fjárhagsári félagsins lauk þann 30. júní sl.

Tapið er allverulegt samanborið við árið áður þegar félagið hagnaðist um 48 milljónir punda en það ár seldi Man.Utd. portúgalska leikmanninn Cristiano Ronaldo fyrir 80 milljónir punda.

Samkvæmt útskýringum félagsins má helst rekja tapið í ár til mikils fjármagnskostnaðar auk þess sem tekjur félagsins af sölu leikmanna voru mun minni en síðustu ár á undan. Þannig nam fjármangs- og vaxtakostnaður félagsins um 107 milljónum punda á síðasta fjárhagsári.

Manchester United er í eigu hinnar bandarískur Glazer fjölskyldu sem keypti félagið fyrir 800 milljónir punda árið 2005.