Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af kröfu seðlabankastjórans Más Guðmundssonar um að úrskurður kjararáðs um kjaraskerðingu frá í febrúar fyrir tveimur árum verði felldur úr gildi. Már tók við starfi seðlabankastjóra í júní árið 2009 til fimm ára. Með dómúrskurði kjaradóms lækkuðu laun Más verulega enda máttu þau ekki verða hærri en dagvinnulaun Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Laun Jóhönnu námu á þessum tíma 935 þúsund krónum. Miðað við úrskurð kjararáðs fóru laun Más við þetta úr tæpum 1,6 milljónum króna í 862 þúsund krónur á mánuði. Með fastri yfirvinnu í hverjum mánuði og álagsgreiðslum fór þau á endanum í tæpar 1,3 milljónir króna.

Dómur héraðsdóms