*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 28. nóvember 2011 11:04

Már Guðmundsson. Verðtrygging eykur áhættusækni

Neyslustig heimila landsins var orðið alltof hátt fyrir hrun. Fólk verður að draga úr neyslu og má ekki alltaf gera ráð fyrir leiðréttingu á lánum.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Ef þú ert með verðtryggð langtímalán þá geturðu skuldsett þig meira,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að verðtryggingin hér hafi átt sök á óábyrgri skuldsetningu heimilanna í aðdraganda efnahagshrunsins. Innbyggður hvati til meiri áhættusækni en ella sé fólgin í verðtryggðum lánum en óverðtryggðum. 

Már var gestur á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem var að ljúka. Peningastefna Seðlabankans var til umræðu. Rætt var meðal annars um kosti og galla verðtryggingar og óverðtryggðra lána. 

Már benti á að áhættusækni Dana með verðtryggð lán hafi sömuleiðis aukist þegar slík lán voru í boði. 

Hér hafi verðtryggingin leitt til þess að neyslustig heimila landsins hafi verið komið á hættulegt stigfyrir hrun. Fólk verði að aðlaga sig og ekki gera ráð fyrir því að lán þeirra verði leiðrétt. Þeir sem geri ráð fyrir leiðréttingu dragi ekki úr áhættusækni.