Í viðtali sem birtist í norska ríkissjónvarpinu (NRK) var meðal annars rætt við Má Másson, upplýsingafulltrúa Glitnis.

Þar var Már meðal annars spurður um hvort rekja mætti vanda bankans til hárra bónusa og launa æðstu stjórnenda og hvort stjórnendur Glitnis væru að græða fá í miðri fjármálakrísu.

Már svaraði því til að hann myndi ekki svara spurningunni þar sem hann sé fulltrúi bankans en ekki eigendanna. Þá biður hann myndatökumann um að slökkva á myndavélinni og tekur hljóðnema sinn úr sambandi.

Í lokin á viðtalinu sést hvar Már heldur á hljóðsnúrunni sem tekin hafði verið úr sambandi.

„Ég var tekinn,“ sagði Már í samtalið við Viðskiptablaðið þegar hann var inntur eftir viðbrögðum vegna þessa. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig.

Þegar frétt NRK er skoðuð til enda má þó heyra hvar fréttamaður fer yfir útskýringar Más.

Hér má sjá umfjöllun NRK. Þar er meðal annars rætt við Óla Björn Kárason, ritstjóra T24 og Vilhjálm Bjarnason, formanns samtaka fjárfesta.