Matsnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra telur 2 umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra mjög vel hæfa, 3 vel hæfa og 3 hæfa.

Þeir tveir sem taldir eru mjög vel hæfir eru Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson.

Þá telur nefndin að af þeim 16 umsækjendum sem sóttu um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra 3 vera vel hæfa til að sinna embættinu, 3 vel hæfa, 8 hæfa og 2 ekki hæfa.

Þeir umsækjendur sem taldir eru mjög vel hæfir í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra eru Tryggvi Pálsson, Arnór Sighvatsson og Yngvi Örn Kristinsson.

Þetta kemur fram í niðurstöðum matsnefndarinnar sem birtar eru í dag á vef forsætisráðuneytisins en ráðuneytið hefur að eigin sögn komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að birta niðurstöður nefndarinnar sem bárust ráðuneytinu fyrir tæpum mánuði síðan, eða þann 29. maí s.l.

Þá kemur fram að umsækjendur áttu kost á að koma athugasemdum við niðurstöður nefndarinnar á framfæri við ráðuneytið. Athugasemdir bárust frá 11 þeirra og óskaði ráðuneytið því eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort hún teldi að athugasemdir umsækjenda gæfu tilefni til þess að nefndin endurskoðaði mat sitt á viðkomandi.

Þá kemur jafnframt fram að með bréfi nefndarinnar, þann 11. júní, var ráðuneytinu tilkynnt að nefndin teldi ekki að umræddar athugasemdir gæfu henni tilefni til að breyta mati sínu á einstökum umsækjendum.

Þá kemur loks fram að vænst er þess að ákvörðun forsætisráðherra um skipun í embættin liggi fyrir fljótlega.

Sjá nánar vef forsætisráðuneytisins en þar er hægt að sjá skýrslurnar tvær.