Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem haldinn var í Washington í Bandaríkjunum um helgina. Í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands kemur fram að seðlabankastjóri hafi átt fundi með stjórnendum og starfsfólki AGS og fulltrúum lanshæfismatsfyrirtækja. Þá tók seðlabankastjóri þátt í umræðum á ráðstefnu AGS um skilameðferð banka sem starfa yfir landamæri og ráðstefnu Alþjóðasamtaka fjármálafyrirtækja. Var á fundunum meðal annars fjallað um alþjóðlegar fjármagnshreyfingar og skuldavanda.

Fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem Ísland tilheyrir, í fjárhagsnefnd AGS (IMFC) var fjármálaráðherra Finnlands, Jutta Urpilainen. Á fundi IMFC kynnti framkvæmdastjórn AGS mat á helstu áskorunum varðandi hagstjórn og umbætur á heimsvísu. Telur AGS að þrátt fyrir jákvæð merki sé áhætta enn til staðar í heimsbúskapnum, svo sem mjög lítil verðbólga á evrusvæðinu og hætta á óstöðugleika á fjármálamörkðum samhliða því að seðlabanki Bandaríkjunum dregur úr eignakaupum sínum vestanhafs.

Þá lýsti IMFC áhyggjum sínum yfir því hve hægt hefur gengið að ljúka umbótum á skipulagi AGS sem hófust árið 2010 og en umbæturnar miða meðal annars að aukinni hlutdeild nýmarkaðsríkja í yfirstjórn AGS. Viðskiptablaðið fjallaði um ályktunina í gær .