Merel eða öllu heldur Eignarhaldsfélagið LME ehf. (Landsbankinn, Marel, Eyrir) hefur aukið hlut sinn í Stork úr 16,9% í tæp 20%. Þar með er Marel og þeir hluthafar sem lýst hafa andstöðu við yfirtökutilboð Candover Investment PLV í Stork upp á 47 evrur á hlut komin með tæplega 30% hlut í samsteypunni.


Hollenska viðskiptablaðið Financieele Dagblad fullyrðir að Marel undirbúi nú að leggja fram yfirtökutilboð um í samstarfi við fjárfestingafélög sem verði hærra en tilboð Candover, en hluthafafundur er í Marel í dag. Financial Times gerir að því skóna að þar verði farið fram á heimild til hlutafjáraukningar eða á annan hátt heimild til að fjármagna frekari vöxt fyrirtækisins.