*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 25. janúar 2017 16:48

Marel hækkar mest

Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,67 prósentustig í 282 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,82% í 2.145 milljón króna viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 1.741,53 stigum við lok viðskipta.

Aðalvísitala skuldabréfa stendur nú í 1.250,38 stigum en hún hækkaði um 0,05% í tæplega 2,6 milljarða viðskiptum í dag.

Gengi hlutabréfa Marel hækkaði mest, eða um 1,67 prósentustig í 282 milljón króna viðskiptum dagsins. Einnig var talsvert um hækkanir hjá Eik fasteignafélagi, en þau hækkuðu um 0,86 prósentustig í 594 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Eimskipafélags Íslands hækkaði um 0,82 prósentustig í 178,6 milljón króna viðskiptum.