Margir hagvísar verða birtir í Bandaríkjunum í þessari viku. Hlutabréfamarkaðurinn mun á efa lenda undir talsverðri pressu ef einhverjir hagvísanna benda til þess að bandarískt efnahagslíf sé á leið inn í samdráttarskeið.

Flestra augu beinast að húsnæðismarkaðnum, en á mánudag verða veltutölur með húsnæði birtar. S&P/ Case-Schiller húsnæðisvísitalan verður birt á þriðjudag. Á miðvikudag verða síðan birtar tölur fyrir nýbyggingar, og Toll Brothers sem sérhæfa sig í byggingu lúxusheimila mun að sama skapi kynna afkomutölur fyrir fjórða fjórðung síðasta árs.

Húsnæðislánasjóðurinn Freddie Mac mun kynna afkomu sína á fimmtudag, en fjárfestingabankinn Merrill Lynch breytti vogunarráðgjöf sinni á Freddie Mac og Fannie Mae úr “selja” í “halda” síðastliðinn föstudag.

Á fimmtudag munu jafnframt tölur um landsframleiðslu á Bandaríkjunum á fjórða fjórðungi síðasta árs birtast, en þær tölur spila lykilhlutverk í mögulegra ákvörðun Seðlabankans um mögulegar, frekari vaxtalækkanir.

Vikunni lýkur síðan með birtingu talna um einkaneyslu og tekjur einstaklinga.