Hlutabréfamarkaður í Bandaríkjunum virðist hafa náð sér af töluverðri niðursveiflu undanfarið. Viðskipti hafa þó verið lítil og telja greiningaraðilar vestanhafs mega rekja það til varkárni í fjárfesta í aðdraganda forsetakosninganna sem fram fara á morgun. Fylgi frambjóðendanna tveggja er nokkuð jafnt og því enn ekki útséð um hvor þeirra verður við völd í Hvíta húsinu næstu árin. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNBC. Dow Jones vísitalan lækkaði lítillega eða um 0,12%. S&P 500 vísitalan er óbreytt en Nasdaq hækkaði lítillega.

Lækkun varð á mörkuðum í Evrópu í dag og rekja greiningaraðilar þá þróun einnig til kosninganna í Bandaríkjunum. Í London lækkaði FTSE vísitalan um 0,45%, DAX lækkaði um 0,50% í Frankfurt og CAC vísitalan í París lækkaði um 0,96%. Lækkun í Evrópu rekja margir einnig til áframhaldandi óvissu um neyðarlán til Grikkja.