Tengslanetsvefurinn LinkedIn verður skráð á hlutabréfamarkað nú í maí og er talið að markaðsvirði félagsins verið um  3,3 milljarðar dala, jafngildi um 376 milljarða króna. Financial Times greinir frá þessu og segir að skráningargengi félagsins verði á bilinu 32-35 dalir á hlut.

Markaðsvirðið 3,3 milljarðar dala er um 13 sinnum meira en tekjur félagsins á síðasta ári sem kann að þykja mikið en þá ber að horfa til þess að markaðsvirði Facebook er metið um 32 sinnum tekjur og Renren, kínverskt tengslanetsfyrirtæki sem fór á markað í síðustu viku, var skráð á markaðsvirði sem var 90 sinnum tekjur þess.

Alls eru um 102 milljónir manna skráð á LinkedIn, sem verður sett á markað 18. maí nk.