Það verður ekki sagt að markaðir vestanhafs séu fyrirsjáanlegir þessa dagana. Lækkkun gærdagsins á mörkuðum í Bandaríkjunum gekk að miklu leyti til baka í dag en þó ekki að fulla. Nasdaq hækkaði um 1,57%, Dow Jones um 1,69% og S&P um 1.49%.

Snemma í morgun var tilkynnt um endurfjármögnun Citigroup bankans upp á 7,5 milljard bandaríkjadala. Það er opinber fjárfestingasjóður frá Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem stendur að baki fjárfestingunni. Þessar fréttir virðast hafa veitt mörkuðum innspýtingu og í kjölfarið fóru bréf að hækka í öðrum fjármálafyrirtækjum. Citigroup bankinn hækkaði um 1,7%.

Neikvæðar fréttir dagsins voru að væntingavísitalan lækkar og virðist ætla vera undir væntingum í nóvember. Hún er nú í 87,3 stigum en hún var 95,2 stig í október síðastliðnum. Væntingavísitalan hefur ekki verið lægri frá því í október 2005.

Olíuverð lækkaði einnig í dag og fór olíutunnan niður í 94,42 bandaríkjadali. Svo virðist sem framleiðsla OPEC ríkjanna sé að aukast lítillega sem mun auka framboð á mörkuðum.