Úrvalsvísitala lækkaði í morgun um 1.4% og er 7.598 stig. FSTE í London lækkaði um rúmt 1% og er 6.461 stig, Nasdaq lækkaði um rúm 0,5% og er 2.795 og S&P 500 lækkaði um 0.5% og stóð í 1.502 stigum á hádegi.

Aðeins eitt félag hefur hækkað á markaði í dag, Atlantic Petroleum um 8.1%.

Mest lækkun er hjá 365 hf. 2,8%, Spron 2.6%, Straumi Burðarás 2,5%, FL Group 2.3% og Exista 2.3%.

Viðskipti það sem af er degi eru 6.299.656 krónur.