*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 5. desember 2007 11:56

Markaðurinn á hádegi: Flesta tölur rauðar og mikil lækkun

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan [OMX ISK] hefur lækkað um 3,8% í morgun og er 6,385 stig.

Aðeins eitt félaga hefur hækkað lítillega í morgun en það er Atlantic Petroleum [FO-ATLA] sem hefur farið upp um 0,7%.

Lækkun FL Group [FL] er 16,1% það sem af er degi. Exista [EXISTA] hefur lækkað um 7,8%, Spron [SPRON] um 7,6%, 365 hf. [365] um 4,5% og Glitnir [GLB] um 3,4%.