Úrvalsvístalan [ OMX ISK ] hélt áfram að lækka í dag og lækkaði um 1,2% og stendur í 5,653 stigum. OMXN40 hækkaði aftur á móti um 1,1%.

Mest hækkun í Kauphöll Íslands var hjá Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] 1,6%, Føroya Banki [ FO-BANK ] hækkaði um 0,9%, Marel [ MARL ] um 0,5%, Glitnir [ GLB ] um 0,5% og Bakkavör [ BAKK ] um 0,4%.

Mest lækkun var hjá Exista [ EXISTA ] 5,2%, FL [ FL ] 3,4%, Straumi [ STRB ] 2,4%, Kaupþingi [ KAUP ] 1,8% og Eimskip [ HFEIM ] lækkaði um 1,8%.