Greiningardeild Glitnis hefur hækkað markgengi sitt á Teymi í 5,9 úr 5,6 krónur á hlut.

?Hærri framlegð í fjarskiptahluta og meiri tekjuvöxtur upplýsingatæknihluta en við gerðum ráð fyrir eru helstu ástæður hækkað markgengis,? segir greiningardeildin.

Gengi Teymis er 5,6 krónur við opnun markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Uppgjörið styður við verðmat greiningardeildar Landsbankans, að því er hún sagði föstudaginn 3. ágúst. Eftir minniháttar uppfærslur er verðmatsgengi hennar 6,80 og tólf mánaða markgengi 7,98.

Markgengi greiningardeildar Glitnis er spá um stöðu gengis eftir sex mánuði.