Meðalaldur bíla á götunni í Bandaríkjunum er 11,4 ár og hefur aldrei verið hærri. Þetat sýna tölur Polk markaðsrannsóknarfyrirtæksiins. Fyrirtækið segir að meðalaldur bíla muni halda áfram að hækka.

Sala á nýjum bílum dróst mjög saman þegar efnahagssamdrátturinn byrjaði árið 2007 og meðalaldur bíla hækkaði að sama skapi. Fjöldi bíla sem hefur náð áratuga aldri hefur hækkað mikið að undanförnu, samkvæmt tölum Polk.

Árið 1995 var meðalaldur bíla 8,4 ár en árið 2002 var hann 9,6 ár.