Leiguverð á Manhattan er að meðaltali þrisvar sinnum hærra en annars staðar í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal.

Sérfræðingar í leigumarkaðnum segja að þrátt fyrir að verðið hafi lækkað lítillega í árslok sé eftirspurnin mikil og aðeins sé um 1,37% húsnæðis laust, en það hefur sveiflast milli 1-1,5% síðustu tvö árin.

Meðalíbúðin á eyjunni kostaði 3.392 dali í desember eða 423 þúsund krónur. Hæst fór verðið á síðasta ári í 3.462 dali, 446 þúsund krónur. Dýrustu íbúðirnar hækkuðu mikið í verði á árinu, eða í kringum 22%,

Að meðaltali var leiguverð á íbúð í öllum Bandaríkjunum 1.048 dalir, eða 135 þúsund krónur.