Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 12. júlí til og með 18. júlí var 136. Þar af voru 92 samningar um eignir í fjölbýli, 32 samningar um sérbýli og 12 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 4.338 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna. Kemur þetta fram í tölum Þjóðskrár.

Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Heildarveltan var 139 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,1 milljón króna. Níu kaupsamningum var þinglýst á Akureyri, heldarveltan var 133 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,8 milljónir króna. Loks var þremur kaupsamningum þinglýst á ÁrborgarsvæðinuHeildarveltan var 140 milljónir króna og meðalupphæð á samning 46,6 milljónir króna.