Nasdaq - Hagar
Nasdaq - Hagar
© BIG (VB MYND/BIG)
Velta með hlutabréf í Högum í Kauphöll Íslands hefur að jafnaði verið um 86,7 milljónir króna hvern viðskiptadag frá því að félagið var skráð á markað um miðjan desember.

Meðalfjöldi viðskipta er um 26, mest fyrsta viðskiptadaginn þegar bréfin skiptu um hendur í 142 skipti. Gengi Haga við lokun markaða í gær, fimmtudag, var 16,95 krónur á hlut en fór hæst í 17,3 krónur í einstökum viðskiptum.

Sé miðað við útboðsgengið, sem var 13,5 krónur, hafa bréfin því hækkað mest um nærri 30%.