Viðskiptajöfnuður landsins var óhagstæður um 12,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er talsvert verri niðurstaða en á sama tíma í fyrra þegar vöruskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 11,2 milljarða króna, að því er fram kemur í bráðabirgðayfirliti Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrstu þremur mánuðum ársins og um stöðu þjóðarbúsins á tímabilinu.

Fram kemur í upplýsingum bankans að afgangur af vöruskiptum við útlönd nam 9,3 milljörðum króna en þjónustujöfnuður var jákvæður um 800 milljónir. Þá reyndist jöfnuður þáttatekna neikvæður um 22,2 milljarða króna. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 3,5 milljarða borið saman við 20,1 milljarð í fjórðungnum á undan.